Gleðilega afmælisveislu comradar
Langaði bara til að benda félagsmönnum á að á hlaup.is síðunni er nú komin hlaupadagbók. ATH að það þarf að skrá sig inn á síðuna til að geta séð dagbókina. Hún er síðan undir hlaup flipanum sem Hlaupadagbók.
Formaðurinn er búinn að stofna hóp utan um okkur á síðunni, svo endilega verið dugleg að bæta ykkur í hópinn.
Annars óska ég þátttakendum í haustmaraþoninu góðs gengis og okkur öllum gleðilegrar afmælisveislu á morgunn. Munum bara að geyma smá orku í æfingar næstu viku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli