föstudagur, janúar 11, 2013

Hádegisæfing 11.1.

Mættir: Ársæll og Þórdís í forstarti.
Almennir: Dagur, Guðni, Huld og Sigrún.
Þau síðarnefndu fóru bæjarhring og þrættu mestalla leiðina um hvort réttlætanlegt væri að skíra kvenmann nafninu Blær.  Skiptar skoðanir voru um þetta.
Alls um 7k

Ein kona skráð undir nafninu Blær í þjóðskrá

Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Lex, fer með þetta mál fyrir hönd Blævar. Fyrirtaka var í málinu í dag. Hann segir krafa sé gerð um að úrskurður mannanafnanefndar verði dæmdur ógildur. Jafnframt er farið fram á að ríkið greiði Blæ miskabætur vegna framgöngu þess í málinu.
Arnar segir að ein kona heiti Blær í þjóðskrá, en hún er fædd 1973. Árnastofnun hafi einnig staðfest að Blær hafi verið notað hér á landi bæði sem karlmanns- og kvenmannsnafn. Í bókinni Nöfn Íslendinga sé af finna nafnið Blær sem kvenmannsnafn. Það séu því sterk rök fyrir því að heimila kvenmannsnafnið Blæ í mannanafnaskrá. Þar að auki sé búið að skíra Blæ þessu nafni og hún hafi borið það í 14 ár.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um eitt mál af þessum toga, en þar var tekist á um bann finnskra stjórnvalda við því að maður fengi að heita nafninu Axl. Maðurinn vann málið.
Arnar er bjartsýnn á að Blær vinni málið. Björk segir að Blær bíði spennt eftir niðurstöðunni. Það sé tímabært að ljúka þessari þrætu.

Til gamans: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/136813/

Og beyginarmyndir orðsins, einnig til gamans:
http://is.wiktionary.org/wiki/bl%C3%A6r

Alltí læ....blesssssssssssss,
SBN

Engin ummæli: