miðvikudagur, janúar 30, 2013

Miðvikudagsæfing 30.01.

FARÐU NIÐUR OG FARÐU ÚR FÖTUNUM!
Þetta var bein skipun sem gefin var til Dags er hann hugðist sleppa því að fara á æfingu með Síams.  Þessu hlýddi hann orðalaust og okkur fannst auðmýkt hans og undirgefni til fyrirmyndar.  Svona viljum við hafa þá!
Jæja, en allavega þá var enginn á þessari æfingu fyrir utan okkur þrjú, sem fórum Hofsvallagötu á 5:15 (held ég) en reyndar hittum við fyrir hana Lilju og kærastann hennar skammt frá dælustöð, en kærastinn var í sérmerktri flík sem á stóð "Þjálfari".  Var Dagur hvattur til að fá sér svona jakka en þá benti hann réttilega á að það væru svo margir þjálfarar í hópnum að það gengi ekki.  Síðan var eitt þjóðþrifamál leitt til lykta er við hlupum fram á Gylfa Magnússon, æskuvin Guðna, og undirrituð notaði tækifærið til að spyrja í eitt skipti fyrir öll hvort réttara væri að nota orðið "innistæðitrygging" eða "innstæðutrygging".  Augljóst, myndu kannski einhverjir segja en hagfræðiprófessorinn hvað um gamalt hugtak að ræða og nota bæri hugtakið innstæða, t.d. væri það notað í lagamáli.  Þessi niðurstaða bjargaði algerlega deginum hjá undirritaðri og er sem þungu fargi af mér létt.
Alls rúmir 8K
Ath.  Einnig sást til Joe boxer á kraftgöngu á Flugvallarvegi.  Hvað eru mörg i í því?

Engin ummæli: