fimmtudagur, febrúar 28, 2013

Hádegisæfing 28.02.'13

Stundum hleypur maður, bara ekki í spik.
Á þessum dýrðardegi, síðasta degi febrúarmánaðar, var fátt um æfingafélaga.  Samt er gott að hlaupa á slíkum degi.  Annar hluti Síams var í WC Kringlu að horfa á bakið á elítunni í brettabruni (til þess að læra hvernig á að gera þetta, ekki kann maður það!).  Bar þá svo við að framarlega í æfingunni sá Síams2 gula veru með gráa húfu hlaupa hnarreista framhjá útsýnisglugganaum í WC og kviknaði þá sú veika von að um væri að ræða Dag, fulltrúa höfuðstöðvanna, í útsýnisferð.  Annars var æfingin tíðindalítil, 3*16mín. tempó með 3 mín. rólegu skokki á milli.  Þess má geta að ofurhlauparinn KSK var fremstur meðal jafningja á brettinu.
Yfir og út-
SBN

Engin ummæli: