mánudagur, febrúar 18, 2013
Powerade#5
Á Valentínusardaginn, 14. febrúar fór fram fimmta og næstsíðasta hlaup í vetrarraðhlaupsseríu Powerade. Ekki var hægt að kvarta undan veðri en það var stórgott. Helst skemmdi þó fyrir að Valentínusarblómvendina vantaði algjörlega en á móti kom þó að við annan þjónustubílinn var afhentur fagurrauður orkudrykkur, sem ku vera minna eitraður en gerist og gengur um Powerade. Nokkrir tóku þátt úr okkar röðum en fleiri tóku ekki þátt. Úrslitin frá okkur má sjá hér:(tími á undan nafni)
43:19 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
47:09 Huld Konráðsdóttir
48:09 Sigrún Birna Norðfjörð
50:53 Jóhann Þ. Jóhannsson
52:47 Steinunn Una Sigurðardóttir
Konurnar ( H, H og S)halda sínum sætum í stigakeppni aldursflokka og skemmtilegt er einnig frá því að segja að í parakeppni halda S og O sínu sæti, þrátt fyrir að annað parsins hafi ekki hlaupið tvö síðustu hlaup.
Ef einhver gleymdist í þessari upptalningu biðst ég velvirðingar á því.
Annars bara yfir og út-
SBN f.h. OAR
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli