Heldur fámennt í fallegu en köldu veðri.
Sem fyrr kærði Ársæll sig ekki um að hlaupa með pöpulnum og dreif sig því of snemma af stað. Sem fyrr fengust engar upplýsingar um það hve langt hann hljóp, en væntanlega voru það 7-8 km.
Sem fyrr fóru Síams og Oddur á tilsettum tíma. Hlupu þau umhverfis flugvöllinn, alls 7 km.
Hlúajárnið var ekki sem fyrr seinn fyrir og tók því smá sýnishorn af hlaupaæfingu eða ca. 5 km.
Dræm mæting að undanförnu hlýtur að þýða að menn hvíli þessa dagana fyrir The day after run nk. föstudag eða þá að menn séu orðnir svo grannir að þeir þurfi ekki að hreyfa sig lengur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli