föstudagur, ágúst 16, 2013

Föstudagur 16. ágúst - Þreytan segir til sín

Svo virðist sem þreytan sé farin að segja til sín eftir ágæta mætingu síðustu daga.  Menn eins og Valli, Guðni í Sunnu og Úle virðast alveg búnir á því og því hvergi sjáanlegir.  Hins vegar sást til Dags á bílaplaninu rétt áður en æfingin hófst.  Hann þóttist hins vegar ekkert þekkja hlaupafélaga sína þegar þeir ætluðu að kasta á hann kveðju. Honum virtist meira ummunað að vera kammó við nýju vini sína á fjórðu hæðinni, enda á leiðinni með þeim í frítt golf.

Aðeins þeir allra hraustustu mættu, þ.e. Huld, Sigrún, Oddur og Ársæll.  Ársæll fór snemma eins og svo oft áður og lá leið hans um Hofsvallagötu.  Restin fór hins vegar í bæinn við mikinn fögnuð borgarbúa.  Leiðin var gróflega þessi: Hlíðarnar - Klambratún - Laugavegur - Bankastræti - Austurstræti - Fischersund - Vesturgata - Bræðraborgarstígur - Sólvallagata - Hólavallagarður - Hljómskálagarður - Gamla-Hringbraut - HLL, alls 8,5K.

Enn og aftur undrast menn fjarveru Fjölnis.  Hann bloggaði í gær (eða var það hann sem bloggaði?) að hann myndi mæta í dag.  En viti menn, enginn fþá.

Engin ummæli: