Í dag var prógram í boði Sigurgeirs en það hljóðaði upp á hlaup í 30 mínútur sem skiptust í 10 mín. upphitun, 15 mín. tempó og 5 mín. niðurskokk. Þeir sem kusu að mæta í þetta voru Þórólfur, Dagur, Úle, Sigurgeir, Oddur, Bjöggi, Síams 1 og Síams 2. Þórdís kaus að fara á undan og sér.
Dagur krafðist þess að hlaupinn yrði réttsælis hringur um flugvöllinn, þrátt fyrir sterkan útsynning. Það þýddi óhjákvæmilega að þegar komið var að tempókafla æfingingarinnar, við suðurenda N/S flugbrautar, var vindur í hámarki og óhagstæður með afbrigðum. Menn héldu þó haus og tóku á því. Reyndar virtist Þórólfur hlaupa í meðvindi allan tímann, slíkur var hraðinn á manninum. Menn og konur skiluðu sér síðan að höfuðstöðvum á mismunandi tímum enda mishratt hlaupið og mislangar vegarlengdir farnar.
Sigurgeir var ekki alls kostar sáttur við hópinn í dag og hélt því fram að hann hefði verið sá eini sem framkvæmdi æfinguna rétt, þ.e. hélt sig nákvæmlega við 10, 15, 5 mínútna skiptinguna.
1 ummæli:
Þórólfur og Síams 1&2 fóru líka skv. plani.
Það er með ólíkindum agaleysið í hópnum. Vælt um að það vanti planið á síðuna o.s.frv. og þegar það svo loksins birtist þá virðist engin fara eftir því! Ég fer fram á að þeir sem ætla að ná árangri í HM 26. okt fari skv. planinu :o)
Kv. Valli
Skrifa ummæli