Hófleg mæting í dag þrátt fyrir frábært veður: Fyrstur af stað (of snemma) var Fjölnir CK, já ég endurtek Fjölnir CK! Á réttum tíma fóru Huld síams, ÞórdísÆ og Oddur. Sveinbjörn mætti líka á réttum tíma en hvarf fljótlega inn í skóg. Lestina ráku svo Íbbi og Matti.
Mismunandi áherslur og vegalengdir í dag, frá ca. 7 km og upp í 10 km.
Sigurgeir CK birtist í vinnufötunum í lok æfingar. Var hann í leit að félaga sínum honum Fjölni CK og virtist nokkuð áhyggjufullur. Þegar þetta er ritað hefur ekkert spurst til Fjölnis CK og eru þeir sem eitthvað vita um ferðir hans beðnir um að gefa sig fram við vallarstjóra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli