föstudagur, nóvember 15, 2013

Vesalingarnir mæta ekki!

Naglarnir sem mættu á svæðið í dag voru Óli (King for a week), Inga og Sigurgeir.

Eins og svo oft á föstudögum þá var miðbærinn fyrir valinu. Við tókum þá djörfu ákvörðun að breyta leiðinni aðeins til að fá smá tilbreytingu í þetta og virkaði þessi nýja leið líka svona rosalega vel.

Á morgun er aðalfundur og árshátíð...PARTY

Aðalfundurinn
Aðalfundurinn verður haldinn á Hótel Natura (Hótel Loftleiðum).  Við ætlum fyrst að taka létta æfingu og verður lagt af stað klukkan 1108 frá hótelinu.  Munið að taka með ykkur handklæði.  Aðalfundurinn hefst svo að æfingu lokinni.  Léttar veitingar verða í boði.

Árshátíðin
Árshátíðin fer fram í Stélinu, sal STAFF í Síðumúla 11, og hefst hún klukkan 20 og mun standa fram eftir kvöldi.  Í boði verða veitingar í föstu og fljótandi formi.  Makar félagsmanna eru velkomnir.  Enginn aðgangseyrir er að árshátíðinni. Mæta svo og tjútta dálítið!!


Kv. Geiri CK

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rock on Geiri CK!

Leyndur kvenkynsaðdáandi