Mættir: Dagur, Óli, Fjölnir, Sigurgeir og Ívar.
Allir nema Ívar mættu aðeins of snemma, ca. 20 mín fyrr, og fór þ.a.l. á undan af stað! Nýtt ár nýir tímar, maður spyr sig! En til að það sé nú alveg á hreinu þá eru æfingar áfram kl. 12:08
Ég veit því miður ekki hvað Ívar gerði en giska á suður eða hofs.
Þeir sem voru of snemma á ferð fóru Hofs, kött-inn! Eins og svo oft á þessum tímamótum voru markmið ársins rædd fram og til baka. Einnig var farið yfir áramótaskaupið, allir sammála um að það var með besta móti þetta árið.
Fréttir bárust af fv. formanni (Jón Lennon) okkar sem var á landinu yfir jólin. Það hefur lítið farið fyrir hlaupum hjá honum vegna tímaleysi, endalausar afsakanir.
Kv. Geiri CK
Engin ummæli:
Skrifa ummæli