Þessi mættu í dag: Þórólfur, Fjölnismaður, Dagur, Ívar, Oddgeir og Katrín Edda.
Katrín Edda snéri á strákana og fór snemma af stað, var að ljúka sinni æfingu þegar þeir voru að gera sig klára. Strákarnir vissu að í dag væri þriðjudagur og að á þriðjudögum er ætlast til þess að menn hafi einhver gæði í æfingunum. Dagur var alveg með á hreinu hvað yrði á dagskránni; Cooper-testið! Það felur í sér 12 mínútna "all in" sprett sem síðan er endurtekinn að einhverjum tíma liðnum og framfarir (eða afturfarir) þannig mældar. Hefðbundinn rangsælis hringur um flugvöllinn um Hofsvallagötu. Cooper-testið hófst svo á mótum Hofsvallagötu og Ægisíðu og lauk meira og minna hjá mönnum við Þyrluþjónustuna, sem er vestan við braut 01. Verður að segjast eins og er að menn voru bara býsna sprækir!
Til stendur að halda Cooper-testið mánaðarlega fram á vor til að mæla árangur manna og kvenna, m.a. þeirra sem ætla sér í maraþon á næstunni.
Alls rúmlega 8 km.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli