Það kom enginn á formlega æfingu í gær. Í næstu viku verður Stefán Már á staðnum með æfingu það best ég veit. Vonandi sjá fleiri sér fært að mæta þá.
Ég vil svo nota tækifærið og þakka Skokkhópnum fyrir skóna handa stúlkunni minni. Þetta var einstaklega vel til fundið og kunnum við ykkur bestu þakkir fyrir. Þið hefðuð nú samt ekkert þurft að gera þetta. Stúlkan var skýrð um daginn og heitir Arney Dagmar.
Bjössi