mánudagur, janúar 23, 2006

MÍ öldunga innanhúss

Fer fram í Laugardalshöllinni 12.-13. febrúar nk.

Nánari upplýsingar á http://www.fri.is/img/Meistaramot_oldunga_inni06.doc

Hvað segið þið um að fjölmenna?

Dagur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til er ég, amk í 3000 á mánudeginum.

GI

Nafnlaus sagði...

Ég tek amk 3000m.

Dagur

Nafnlaus sagði...

Meistaramót öldunga opnað fyrir almennri þátttöku.

Stjórn FRÍ hefur ákveðið, eftir samráð við Öldungaráð FRÍ o.fl., að MÍ öldunga innanhúss, sem fram fer á nk. sunnudag og mánudag, verði opið fyrir einstaklingum og hópum sem ekki eru skráðir í félög innan ÍSÍ.

Skv. því eru einstaklingar í skokkhópum og sambærilegum félagskap gjaldgengir á MÍ öldunga. Þessir einstaklingar eru gjaldgengir í stigakeppni sem fram fer milli félaga á mótinu.

Einstaklingar, sem óska að vera skráðir utanfélaga og annarra samtaka, verða skráðir sem ófélagsbundnir. Þó svo að þeir séu skráðir undir sama nafni "ófélagsbundnir" mynda þeir ekki lið í stigakeppninni á mótinu.

Einstaklingar, hvort sem er utan félaga eða í félögum utan ÍSÍ, skulu þeir greiða þákktökugjöld, eins og aðrir keppendur.

Þessi ákvörðun stjórnarinnar er liður í að opna hreyfinguna og gera fleirum kleift að keppa á mótum á hennar vegum. Þetta er orðið mjög brýnt, bæði þar sem almennur áhugi á frjálsíþróttum og íþróttaiðkun er að aukast og þar sem Laugardalshöllin opnar ný tækifæri fyrir almenning til þátttöku.

Þetta mál verður til frekari umræðu á Frjálsíþróttaþingi, sem haldið verður 24. og 25. mars nk. í Laugardalshöllinni í Reykjavík.

Nafnlaus sagði...

Það endaði með að 4 félagsmenn fjölmenntu á þetta mót, kepptu í samtals 6 greinum og náðu 3 Íslandsmeistaratitlum.

Guðni