þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Öldungamót og æfing á fimmtudag

Það var ansi gaman að sjá þá Sveinbjörn og Dag taka þátt í öldungamótinu innanhúss í 800 m hlaupi á sunnudag. Því miður hefur Fjölnir ekki staðið sig í því að birta úrslitin þannig að tímana þeirra sé ég ekki. Einnig veit ég ekki heldur hvort Dagur keppti í 3000 daginn eftir (en sú grein hentar honum án efa betur) en ég sé tíma skráðan á Sveinbjörn í 400, 61,58 sek sem er alveg fantagóður tími og sannfærir mig enn frekar að styttri vegalengdirnar 800-3000 henta Sveinbirni betur heldur en 10 km hlaupin og maraþonin. Svo er spurning hvort Huld eða einhverjir fleiri félagar hafa keppt á mánudeginum. Það væri gaman að heyra af því.

Ég ætla svo að koma á æfingu á fimmtudaginn ef einhver ætlar að mæta. Ég bið því menn að "skrá sig á æfingu" með því að kommenta á það hér að neðan (láta vita ef þeir ætla að koma) . Ef enginn skráir sig þá kem ég náttúrulega ekki.

Bjössi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var fjölmenni frá okkur í gær á öldungamótinu. Ég, Guðni og Huld kepptum öll í 3000m og Sveinbjörn í 400m eins og ljóst má vera.

Dagur