fimmtudagur, mars 23, 2006

Fimmtudagurinn í dag

Sæl

Smá misskilningur hjá mér og Stebba. Þegar ég hringdi í hann til að skamma hann fyrir að vera ekki búinn að setja inn æfingu fyrir daginn í dag þá kom í ljós að hann verður aðra viku til í útlegðinni fyrir Austan og verður þá búinn að vera 17 daga frá mönnum. Þannig að ég set upp æfinguna í dag. Ég er samt ekki viss um að ég komist þó svo að ég muni gera mitt besta til að gera það.

Þess vegna fáið þið æfinguna svona fyrir fram beint í æð og þar sem það er skítakuldi og vindur í dag þá förum við í skóginn í Öskjuhlíðinni og þar er hringur sem við höfum stundum tekið (vísbending1: Oft verið teknir 500 m sprettir á neðri hluta hans. Vísbending2: við komum aðeins út á malarveginn þegar við komum út af efri hluta hringsins og hlaupum örlítið niður eftir malarveginum og svo inn á stíginn aftur aðeins neðar). Þennan hring skal taka 4-5 sinnum eftir áhuga-, þjálfunar-, og þreytustigi hvers og eins. Hvíldin er að skokka í 2 mín eftir hringnum og byrja svo þar sem þið eruð komin (og þar sem þetta er hringur þá endiði náttúrulega þar sem þið byrjuðuð í hvert sinn).

Ef ég sé ykkur ekki, gangi ykkur vel

Bjössi

Engin ummæli: