Átta félagar Skokkklúbbsins létu óveður ekki á sig fá og mættu á jólaæfinguna sl. fimmtudag. Létt skokk í Öskjuhlíðinni og síðan haldið á vit ævintýranna í kirkjugarðinum. Hlaupinn hringur sem stundum hefur verið farinn á æfingum. Hratt upp brekku og rólegt á milli og þetta endurtekið nokkrum sinnum. Rólegt skokk í Öskjuhlíðinni á eftir. Það kom í ljós að veður var með allra besta móti í Öskjuhlíðinni og í kirkjugarðinum. Á eftir var spjallað yfir góðum veigum.
Minni á Gamlárshlaup ÍR á gamlársdag, 10 km hlaup sem gaman er að enda árið á. Nánari upplýsingar á Hlaupasíðunni.
Stjórn Skokkklúbbsins óskar félögum sínum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonar að næsta ár verði þeim gott hlaupaár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli