fimmtudagur, janúar 04, 2007

Æfing fimmtudaginn 4 janúar

Sæl öll

Ég hef tekið að mér að vera með æfingar á blogginu fram að Flugleiðahlaupi. Ég biðst afsökunar á því hvað fyrsta æfingin kemur seint en ég "gleymdi" tímamismuninum. Auk þess tók mig aðeins tíma að fatta hvernig á að setja blogg inn á síðuna.

Ég kem til með að vera með tvær æfingar til að byrja með, eina fyrir byrjendur og aðra fyrir hina. Gaman væri að fá að vita í kommentunum hversu margir úr hvorum hópi mæta á æfingarnar og Ef engir byrjendur mæta þá mun ég fljótlega hætta að setja inn æfingar fyrir þá.

Byrjum frekar rólega eftir hátíðirnar

Byrjendur:
10 mín skokk/hlaup í upphitun
4x1 mín hraðar en 10 mín upphitunin með 1 mín labbi á milli
5-10 mín niðurskokk

Hinir:
20 mín skokk í upphitun
4-5x1 mín hratt með 1 mín skokk á milli. Eftir 4-5 spretti er skokkað í 3 mínútur og svo tekið annað sett af 4-5x1 mín hratt 1 mín á skokk á milli. Menn geta valið á milli þess að fara 4 mín eðað 5 mín (eða 4 mín öðru settinu og 5 mín í hinu) eftir aldri og fyrri störfum.
15 mín niðurskokk

Gangi ykkur vel

Bjössi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk Bjössi fyrir þetta.

Prufa þetta bráðlega. Hljómar samt kunnuglega, hef á tilfinningunni að ég hafi gert þetta einhvern tíman áður. En ekki verra fyrir það!

Bestu nýárskveðjur til fjölskyldunnar

Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Tókum æfinguna í gær, þriðjudag 9. jan. Á æfingunni voru Sveinbjörn, Guðni, Ólafur Briem (nýr meðlimur) og Dagur. Björgvin og Sigurgeir fóru einnig út en tóku ekki æfinguna.

Miðað við að við tökum þetta í hádeginu þá er æfingin full löng, við styttum upphitunina.

Tökum rólega í dag 10k og síðan er Powerade á morgun.