laugardagur, desember 09, 2006

Lög og markmið Icelandair Athletics Club

Lög og markmið klúbbsins tóku nokkrum breytingum á síðasta aðalfundi. Veigamesta breytingin var varðandi tilgang og markmið klúbbsins. Reynt verður að höfða til breiðari hóps en áður og er ætlunin að auka fjölbreytnina í starfsemi klúbbsins. Ný lög klúbbsins eru eftirfarandi:

Lög og markmið Icelandair Athletics Club

Tilgangur
Tilgangur klúbbsins er að vera vettvangur fyrir þá félaga í STAFF sem hafa ánægju af allri hreyfingu til heilsubótar.

Markmið
Markmið klúbbsins er að veita félagsmönnum sínum fjölbreytt tækifæri og félagsskap til að stunda hreyfingu.

Lög félagsins
1. Klúbburinn heitir Icelandair Athletics Club, starfar undir merkjum STAFF og er opinn öllum félagsmönnum STAFF.
2. Aðalfundur kýs stjórn klúbbsins til eins árs í senn. Í stjórn sitja fjórir félagsmenn. Stjórnin skiptir með sér verkum og skipar formann.
3. Félagsmenn greiða árgjald til að standa undir rekstrarkostnaði klúbbsins. Stjórnin ákveður árgjald hverju sinni.
4. Klúbburinn stendur fyrir skipulögðum æfingum af einhverju tagi.
5. Klúbburinn stendur fyrir almenningshlaupi fyrsta fimmtudag í maí. Stjórn klúbbsins er heimilt að færa þessa dagsetningu til um allt að 14 daga þegar sérstaklega stendur á.
6. Klúbburinn skipuleggur þátttöku í ASCA keppnum ár hvert í samræmi við áhuga félagsmanna.
7. Klúbburinn býður félagsmönnum í Reykjavíkurmaraþonið ár hvert, bjóði sjóðsstaðan upp á það. Félagar hlaupa í nafni Icelandair.
8. Starfsári klúbbsins lýkur með lokahófi sem haldið er í október eða nóvember ár hvert. Lokahófið er jafnframt aðalfundur klúbbsins.
9. Tilgangur félagsins, markmið og lög þess skulu borin upp á aðalfundi félagsins til samþykktar, með eða án breytinga.

Engin ummæli: