Mættir: Dagur, Anna Dís, Huld
Stjórnin skipti með sér verkum, Dagur formaður, Guðni framkvæmdastjóri ASCA og Icelandair hlaups, Anna Dís gjaldkeri og Huld ritari.
Félagsgjöld fyrir 2006 hafa ekki verið innheimt, ákveðið var að sleppa því, en jafnframt að innheimta félagsgjöld 2007 strax í janúar.
Dagur tekur að sér að koma félagaskrá á meðfærilegra form og uppfæra eftir bestu vitund. Jafnframt þarf að yfirfara póstlista í Lotus Notes.
Jólaæfingin verður 21. desember kl. 17:15 frá HLL.
Huld sendir út tilkynningu varðandi jólaæfinguna í vikunni fyrir ásamt því að benda á bloggsíðu klúbbsins, en áherslan í samskiptum við félagsmenn verður framvegis í gegnum bloggsíðuna og mun mikilvægi fréttabréfsins þannig minnka. Ekki gert ráð fyrir að fréttabréf verði sent út nema mikið liggi við og þá alltaf bent á bloggið varðandi frekari upplýsingar.
Æfingar í vetur, Dagur talar við Dr. Sigurbjörn að vera okkur innanhandar varðandi þjálfun í vetur. Þar sem hann er búsettur erlendis yrði um bloggþjálfun að ræða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli