Sæl öll
Eftir kommentið frá Degi þá mun ég reyna að miða við að æfingarnar séu 45 mínútur sem þið getið tekið í hádeginu og miðað er við að farið sé frá Hótel Loftleiðum. Reyndar verður erfiðara að ná magni inn þannig en við styttum upphitun og niðurskokk og reynum að ná alla vega 30 af þessum 45 mín sem "æfingu".
Í þessari viku verða brekkusprettir. Notast skal við malabrekku í Öskjuhlíðinni. Hún byrjar (sprettirnir byrja) af malbikuðum vegi við nokkra stóra steina (2-3) og fer beint upp þangað til eftir um 200 m að það er 90 gráða beygja til hægri og endar brekkan (sprettirnir) við nokkrra stóra steina við malbikaða veginn aftur. Hvíldin er að skokka niður eftir malbikaða veginum að steinunum þar sem sprettirnir byrja.
Lengra komnir
10 mín upphitun
Síðan skal taka brekkuspretti en fjöldinn ræðast af fyrri hlaupum og tíma (miðað er við að eyða um 30 mín í sprettina). Allir ættu að fara að lágmarki 5 spretti en ef einhverjum tekst að fara 10 á 30 mín þá er sá hinn sami í hörkuformi. þannig að hlaupa skal 5, 6, 7, 8, 9 eða 10 spretti og er hvíldin að skokka niður malbikaða veginn. Einnig er hægt að taka 2x3 spretti eða 2x4 spretti og þá er hvíldin á milli spretta að skokka niður malbikaða veginn en hvíldin á milli setta er að labba niður malbikaða veginn.
5 mín niðuskokk
Byrjendur
10 mín upphitun
3-5 brekkusprettir (eftir því hvað menn treysta sér til) upp að beygjunni (sikra 200 m) og hvíldin er að labba niður aftur.
5 mín niðurskokk
Reyndi að setja þessa æfingu inn í gær en síðan var eitthvað að stríða mér. Hvenær vikunnar viljið þið að ég pósti æfinguna?
Gangi ykkur vel.
2 ummæli:
Við vorum fjögur í hádeginu (Anna Dís, Ólafur, Guðni, Dagur). Tókum æfinguna frá 11. janúar þar sem við sáum ekki þessa.
Upphitun niður að tjörn 2,23km (brúin á Skothúsvegi), 3 sprettir kringum tjörnina með 2m hvíld á milli, niðurskokk tilbaka. Samtals ríflega 8km.
Hefðum viljað taka 4 spretti en tíminn var tæpur.
Færðin var heldur ekki góð, töluvert af klaka og ís og gæsir við Iðnó.
Við reiknum með að vera með þessar æfingar á fimmtudögum, þannig að gott er að fá þær inn á miðvikudögum. Tökum brekkusprettina þann 25.
Spurning um að breyta dagsetningunni á þessari í 25. janúar og þá áttu frí í næstu viku.
Skrifa ummæli