miðvikudagur, janúar 10, 2007

Úrtökumót fyrir ASCA

Úrtökumótið verður haldið þann 15. febrúar næstkomandi, klukkan 17:30.

Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum.

Allir eru hvattir til að taka þátt í keppninni sem hefur verið afar skemmtileg og spennandi í þau níu skipti sem hún hefur verið haldin. Úrslitin í úrtökumótinu ráða miklu um það hvernig lið okkar verður skipað þann 10. mars en þá verður keppnin haldin í Reykjavík. Alls er um 13 sæti að ræða, 8 karla og 5 konur. Ef einhverjir hafa áhuga á að vera í liðinu en komast alls ekki í úrtökumótið geta þeir haft samband við formanninn, dagur@icelandair.is, sími 5050-359.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm

Eitthvað er þetta nú að stríða mér. Ég setti inn æfingu fyrir morgundaginn og ef smellt er á janúarfærslur þá birtist hún en kemur ekki eftst sem nýasta bloggið á síðunni þegar síðan er opnuð. Geturð einhver hjálpað mér með þetta.

Ég hefði náttúrulega ekki átt að setja inn æfingu því það er Powerade (ég var bara búinn að gleyma því - það er svona að vera ekki á Íslandi). Þannig að þessi æfing er fyrir næstu viku. (ég pósta hana aftur þá - geti ég fundið út úr þessu).

Ef þið æfið aðallega í hádeginu, hvað hafið þið þá langan tíma til að taka æfinguna? Bara svo ég geti stillt æfingarnar miðað við það.

Bjössi

Nafnlaus sagði...

Vá, er keppnin 10.mars, hélt hún væri 17. mars. Jæja, skiptir svo sem ekki máli.

Hafa margir erlendir keppendur skráð sig??

Bkv. Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Ekkert lið hefur ennþá skráð sig til keppni, boðsbréfið verður sent út í dag. Annars hafa komið fyrirspurninir frá Austrian, Air Lingus og Lufthansa þannig að af fyrstu viðbrögðum má búast við góðri þátttöku.