þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Æfing 22. febrúar

Sæl öll

Síðasta strembna (langa) æfingin fyrir ASCA svo förum við að létta upp en til þess að ná að taka þessa æfingu í hádeginu þurfið þið að halda vel á spöðunum.

Upphitun er að hlaupa niður í Nauthólsvík og út með Skerjafirðinum (beygja til hægri þegar þið eruð komin niður í Nauthólsvík). Við endann á flugbrautinni (við suðvesturhornið á girðingunni) á að vera kílómetramerking. Hlaupið yfir hana og um 400 m lengra komið þið að skilti með rauðri sól (skiltið er eins og umferðarskilti með hvítum fleti ef ég man rétt og rauður hringur (sól) í miðju þess). Hlaupið fram hjá þessu skilti og út að næstu kílómetramerkingu sem á að vera út á horni við Skerjafjörðinn þar sem beygt er um eitthvert hús eða jarðhýsi (vita???) - merkingin á að vera í þessari beygju. Við þessa kílómetramerkingu lýkur upphituninni.




Æfingin er að hlaupa frá kílómetramerkingunni í beygjunni (horninu) út að kílómetramerkingunni við suðvesturhorn girðingarinnar sem umlykur flugvöllinn (flugbrautina). Þegar þangað er komið hvílið þið í 1 mínútu og takið svo á rás og hlaupið til baka út að skiltinu með sólinni (um 400 m). Síðan er hvíldin að skokka til baka á byrjunarreit (að kílómetramerkingunni í beygjunni/horninu). Þetta gerið þið þrisvar sinnum (lágmark tvisvar en þrisvar ef þið mögulega getið).




Þetta er sem sé 3x(1000-400) með 1mín/600 skokk í hvíld.

Ef engar merkingar sjást og búið er að taka niður skiltið með sólinni, þá hlaupið þið frá beygjunni (horninu) og út að suðvesturhorni girðingarinnar (sirka 1 km) - langi spretturinn. Svo hlaupið þið frá suðvesturhorni girðingarinnar þangið til göngustígurinn beygir næstum því 90 gráður til hægri (sirka 400 m) - stutti spretturinn.

Niðurskokkið er svo að skokka frá sólinni að loknu þriðja setti og heim á Loftleiði.

Ef þetta er mjög óljóst þá verðið þið að kommenta og ég reyni að gera betri lýsingu.

Gangi ykkur vel.

Bjössi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hefur líklega enginn tekið þessa æfingu í síðustu viku. Verðum að eiga hana inni til góða. Ég veit það er einhver áhugi fyrir því að fara ASCA hringinn nú á fimmtudaginn 1. mars og notfæra okkur það að þekkja brekkuna. Einhver tillaga um útfærslu?.

Guðni

Nafnlaus sagði...

Ég náði ekki að taka þessa, en hana er hægt að nota síðar, bætti við símamyndum af kennileitum. Geri ráð fyrir að ég fari rétt með.

Kveðja,
Dagur