mánudagur, febrúar 12, 2007

Úrtökumót á fimmtudaginn!

Úrtökumótið fyrir ASCA er á fimmtudaginn. Allir hvattir til að mæta!

Sjö lið hafa skráð sig til keppni í ASCA, keppni evrópskra flugfélaga í víðavangshlaupi, sem haldin verður í Öskjuhlíðinni 10. mars. Allt útlit er fyrir skemmtilega keppni og dagskrá í kringum keppnina.

Minnum á úrtökumótið sem haldið verður á fimmtudaginn, þann 15. febrúar næstkomandi, klukkan 17:30. Mæting við Hótel Loftleiðir kl.17:15.

Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum.

Allir eru hvattir til að taka þátt í keppninni sem hefur verið afar skemmtileg og spennandi í þau níu skipti sem hún hefur verið haldin. Úrslitin í úrtökumótinu ráða miklu um það hvernig lið okkar verður skipað þann 10. mars en þá verður keppnin haldin í Reykjavík. Alls er um 13 sæti að ræða, 8 karla og 5 konur. Ef einhverjir hafa áhuga á að vera í liðinu en komast alls ekki í úrtökumótið geta þeir haft samband við formanninn, dagur@icelandair.is, sími 5050-359.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mæta í úrtökumótið. Vegna úrtökumótsins verður ekki æfing þessa vikuna.

Gangi ykkur vel

Bjössi

Nafnlaus sagði...

Kær kveðja frá Aruba til ykkar allra. Gangi ykkur sem best í úrtökumótinu.

Bryndís