fimmtudagur, apríl 26, 2007

Síðsta æfing apríl

Sæl öll

Dagskrá

10 mín upphitun

2x(3-2-2-1-1-1) mín hratt
90-60-60-30-30 sek skokki á milli (helmingur af hlaupatíma), 5 mín skokk á milli setta

10 mín niðurskokk

Gangi ykkur vel

Bjössi

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Æfing ??? apríl

Eitthvað gengur þetta nú brösulega þegar maður er ekki á íslenskum tíma eða dögum. Mér fannst endilega sumardagurinn fyrsti vera í síðustu viku og setti því ekki inn æfingu (því allir væru að keppa í víðavangshlaupi ÍR) en í dag þegar ég var að hlusta á fréttirnar að heiman kom náttúrulega í ljós að hann er á morgun.

Það hefur kannski ekki komið mikið að sök að ekki var æfing í síðustu viku miðað við þann fjölda skokkklúbbsins sem tók þátt í Boston Maraþoninu við vægast sagt ömurlegar aðstæður og því hafa menn ekki planað miklar æfingar síðasta fimmtudag.

Engu að síður kemur hér æfing sem menn geta þá tekið ef þá lystir.

Upphitun er að skokka upp á Klambratún (Mikla-Tún)

Svo skal taka eftir getu spretti horn í horn á Klambratúninu
2x3 sprettir
6 sprettir
7 sprettir
2x4 sprettir
8 sprettir
9 sprettir
2x5 sprettir
10 sprettir

Hvíld er 90 sek á milli spretta. Þeir sem velja að gera sett skulu taka 90 sek á milli spretta og 4-5 mín á milli setta og skokka þá til baka í settahvíldinni.

Í raun ætti settahvíldin að vera þannig að hún sé jafnlöng hvíld+sprettur+hvíld hjá þeim sem ekki taka sett og þá passar að taka næsta sprett með hópnum skokki viðkomandi til baka í setta hvíldinni. T.d. ef einhver tekur 2x3 spretti þá tekur hann fyrstu 3 með hópnum og skokkar svo til baka meðan hinir hvíla eftir 3ja sprett og taka þann 4. Svo fer viðkomandi af stað með hópnum aftur í sinn 4. sprett þegar hópurinn er að taka sinn 5.

Niðurskokk til baka niður á Hótel Loftleiði.

Gangi ykkur vel í hlaupinu á morgun

Bjössi

þriðjudagur, apríl 03, 2007

ASCA - Sagan öll

Ósjaldan hefur komið upp umræðan um hvenær ASCA var haldið á hinum og þessum stað, með þessum þræði vildi ég þá aðstoð ykkar félagar góðir til að koma saman tímaröðinni. Ég byrja og þið setjið inn komment eftir því sem ykkur rekur minni til.

Það var auðvitað, Bryndís með þetta á hreinu. Hér er röðin uppfærð.

Kveðja, Dagur

2008 ?
2007 Reykjavik
2006 London
2005 Madrid
2004 Oslo
2003 Helsinki
2002 Vienna
2001 Dublin
2000 Brussel
1999 Rome
1998 Zürich
1997 London
1996 Madrid (Okkar þátttaka féll niður)
1995 Bergen
1994 Reykjavik
1993 Hamborg
1992 Lisbon

Skírdagsæfing

Jæja ég ætla að setja inn æfingu þessarar viku strax svo ég gleymi því ekki. Ég reikna reyndar með að Skírdagur myndi flokkast undir frídag vinnunni og því ekki víst að margir fari á æfingu en þar sem ég klikkaði algerlega í þar síðstu viku og illa í síðustu viku, ætla ég að reyna bæta upp fyrir það.

Við ætlum að taka brekkuspretti í dag.

Upphitun 10 mín frá Hótel Loftleiðum og endað við neðri enda malarbrekkunnar í Öskjuhlíð (brekka sem hefst við 2-3 stóra steina og er um 250-300 m löng og ofarlega í henni beygir stígurinn/vegurinn 90 gráður til hægri og brekkan endar svo við 3-4 steina. Svo er hægt að skokka niður malbikaða veginn að byrjun brekkunnar).

Brekkan er tekin (eftir aldri og fyrri störfum)
2x3 sprettir
6 sprettir
7 sprettir
2x4 sprettir
8 sprettir
3x3 sprettir
9 sprettir
10 sprettir

Hvíldin á milli spretta er að skokka niður malbikaða veginn á byrjunarreit. Hvíld milli setta er að labba niður malbikaða stíginn niður á byrjunarreit.

Mig minnir að Dagur og Guðni hafi tekið 10 spretti fyrr í vetur á þeim tíma sem þið hafið í hádeginu til þess að taka æfinguna, þannig að þeir hafa sett viðmiðið hátt fyrir alla.

10 mín niðurskokk

Gangi ykkur vel.

Bjössi