miðvikudagur, maí 23, 2007

Boðhlaup í Borgarfirði

Þann 10. júní verður haldið boðhlaup í Borgarfirði og stefnum við að því að senda sveit til þátttöku.

Hlaupið fer fram í Borgarnesi, í tengslum við Borgfirðingahátíð. Hlaupið hefst kl. 11:30 og er hlaupið frá húsi Sparisjóðs Mýrasýslu.

Hlaupið er 15 km boðhlaup með 5 þátttakendum. Að minnsta kosti 2 konur skulu vera í hverri sveit. Hver hlaupari skal hlaupa 1000 m þrisvar sinnum.

Þetta er hlaup sem klúbburinn tók þátt í og sigraði fyrir nokkrum árum og væri gaman að endurtaka leikinn núna.

Áhugasamir láti vita í 'COMMENTS' hér að neðan.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að gefa kost á mér í liðið.
Guðni

ps. Þegar við unnum þetta var það 30k hlaup með 10 hlaupurum. Það eftirminnilegasta er samt kökuhlaðborðið í lok hlaups.

Nafnlaus sagði...

Sammála Guðna, hlaðborðið var mega.

Ég er til svo framarlega sem ég verð ekki á Hnjúknum. Læt vita tímanlega.

Bkv. Bryndís.

Icelandair Athletics Club sagði...

ARRG síðan vill ekki birta æfinguna mína

Tölvupóstur Dags í dag bjargaði mér með að muna eftir að setja inn æfingu í dag fyrir morgundaginn :).

Það verður næst síðasta æfing þessa tímabils. Það sem mig langar til að láta ykkur gera er að fara 100-200 m upp brekku (ekki mjög bratta og helst nær 200 m) og í beinu framhaldi af brekkunni að fara inn á svona 100 m flatan kafla (má jafnvel vera aðeins niður í móti).

Mér dettur helst í hug, og nú þarf ég að hugsa áttirnar vel svo að Guðni þurfi ekki að laga lýsingarnar :), að fara upp í Öskjuhlíð og í suður (eða SA eða jafnvel SSA) frá bílastæði perlunnar er lítill malarstígur sem endar með brekku upp á bílastæðið. Sennilega er best að fara sirka 200 m (200 góð skref) niður eftir malastígnum og byrja þar. Þegar upp á bílastæðið er komið (brekkan búin) er svo hægt að hlaupa þvert yfir bílastæðið (ætti að vera flatt) ef umferð er þolanleg eða beygja beint til hægri og fara niður afleggjarann/veginn sem liggur þar (gæti verið full mikið niður í móti þó). Ef þið hafið hins vegar betri stað í huga, endilega að nota þann stað.

Markmiðið með æfingunni er að hlaupa fyrstu 200 m (upp brekkuna) hratt en reyna svo bara að halda hraðanum en opna skrefin (lengja skrefin) þegar á flata partinn er komið (þannig ættuð þið að fara aðeins hraðar en ætti samt að vera léttara en að puða í brekkunni). Þetta hjálpar til með hraða og auðveldar að hlaupa hratt þreytt. Þessi æfing á að láta ykkur pústa aðeins þannig að þið megið ekki hlaupa of hægt (en heldur ekki byrja það hratt að þið komist bara 3 spretti).

Æfinging er þá sem sé 10 mín upphitun

2x5-6x(brekkan og beini kaflinn) með skokki til baka eftir sprettina og labbi til baka á milli setta.

10 mín niðurskokk

Gangi ykkur vel

Bjössi