fimmtudagur, maí 03, 2007

"Þetta gekk svo sannarlega vel"

13. Icelandair hlaupinu lokið, sól, logn og almennt gott veður, fín umfjöllun í beinni útsendingu í Ísland í dag, 392 ánægðir og brosandi þátttakendur í mark, brautarmet hjá Kára Steini, almenn ánægja með trakteringar eftir hlaup, verðlaunaafhending til fyrirmyndar og síðast en ekki síst afburða starfsfólk, valinn maður í hverri stöðu sem sá til þess að dæmið gekk fullkomlega upp - við erum best í heimi.

Eða eins og kallinn í Kardimommubænum sagði þegar búið var að slökkva eldinn í turninum hjá Tobíasi - "Þetta gekk svo sannarlega vel".

Til hamingju allir með frábært hlaup,
Dagur, Formaður Skokkklúbbsins

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

The Day after run gekk ekki síður vel, þó ekki hefði fallið brautarmet. Veðrið var þó betra ef eitthvað var. Röð í mark og tímar:

Dagur 26:14
Guðni 28:59
Huld 29:48
Ágúst 30:56
Sigrún 32:08
Sveinbjörn 33:01
Bryndís 33:31
Anna Dís 33:57

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki alveg rétt

Bryndís 33:01
Sveinbjörn 33:31

Bara leiðrétta þetta áður en þetta birtist á hlaup.is eða workinu.

Bkv. Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Ég var nú bara að grínast, þetta á nú kannski hvorki heima á hlaup.is eða workinu, heldur bara svona okkar á milli.....!

BM

Nafnlaus sagði...

Ég er að hlaupa mínútu hraðar núna en í Flugleiðahlaupinu fyrir 12 árum - toppið það !

Dagur

Nafnlaus sagði...

Dagur, þú rokkar! Þetta er þvílík bæting!

BM

Nafnlaus sagði...

Hlaupið og svo daginn eftir hlaupið voru framúrskarandi alveg hreint
Dagur þú bætir brautamet Kára Steins um sjötugt með þessu framhaldi!
Hlakka til!
Anna Dís