miðvikudagur, maí 09, 2007

Frjálsíþróttamót 19. maí

Laugardaginn 19. maí verður Alucup haldið í annað sinn og stefnir Skokkklúbburinn að þátttöku í ár en við vorum ekki með í fyrra. Eftirfarandi tilkynning barst frá framkvæmdaraðila mótsins, en frjálsíþróttadeild ÍR sér um skipulagningu. Áhugasamir láti vita í athugasemdum hér að neðan eða sendi póst á huldkon@gmail.com Tökum einnig við ábendingum um starfsmenn sem mögulega hefðu áhuga á að taka þátt.


Frjálsíþróttamót fyrirtækja og stofnana 19. maí

Alucup er frjálsíþróttamót fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana.
Það var fyrst haldið þann 1. apríl 2006 en þá tóku 29 lið þátt í mótinu.
241 keppandi var skráður til leiks; 57% þátttakenda voru karlar en 43% voru konur.
Í ár verður mótið haldið laugardaginn 19. maí.
Keppt verður í þríþraut utanhúss, 5km hjólreiðar, 3km hlaup og 200m sund.
Þrír skipa hvert þríþrautarlið, tveir karlar og ein kona eða tvær konur og einn karl.
Sameiginlegur árangur telur til stiga. Þríþrautin hefst kl. 11.
Hjólað og hlaupið verður um Laugardalinn og synt verður í samnefndri sundlaug!
Innanhúss verður keppt í karla og kvennaflokki í 60m, 200m, og 800m hlaupi, kúluvarpi og langstökki. Keppni innanhúss hefst kl. 12:30 í Laugardalshöll hinni nýrri!
Skyldugrein fyrir þátttöku er boðhlaup þar sem fimm (3+2 eða 2+3) skipa hverja sveit. Hver þátttakandi hleypur 60 metra sprett og afhendir næsta manni kefli!
Hvert fyrirtæki/stofnun ákveður hversu marga keppendur það sendir til leiks og ekki er gerð krafa um annað en þátttöku í boðhlaupinu. Það flýgur því hver eins og hann er fiðraður í þessu móti!
Hver keppandi má taka þátt í þremur greinum auk boðhlaupsins.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri einstaklingsgrein, þríþraut og boðhlaupi.
Það lið sem flest stig hlýtur samanlagt í karla og kvennaflokki telst sigurvegari.
(sjá úrslit á Alucup 2006 á www.fri.is mótaforrit, úrslit móta 2006, Alucup 2006)FrjF