miðvikudagur, maí 09, 2007

Æfing 10. maí

Sæl öll

Í dag tökum við aðeins hraðari æfingu en samt með magni.

10 mín upphitun og endað við 3 km merkinguna við vesturenda flugbrautarinnar



Hlaupum svo þaðan út að rauðu sólinni rúmum 300 metrum norðar í einum spretti



Hvílum þar í 1 mínútu og hlaupum svo í einum spretti til baka.

Þetta skal gert 8-12 sinnum eftir aldri og fyrri störfum (þ.e.a.s. 8-12 sprettir með mínútu hvíld á milli, EKKI 8-12 ferðir fram og til baka).

10 mínútna niðurskokk

Gangi ykkur vel og til hamingju með vel lukkað Flugleiðahlaup

Bjössi

P.S. myndunum stal ég af blogginu og þakka þeim sem tók þær kærlega fyrir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir þessa æfingu, sá hana ekki áður en við fórum út í dag og tókum því æfinguna sem þú bloggaðir 26. apríl. Þurftum reyndar að stytta hana niður í 2-2-1-1-1 x 2.
Fyrnagóð æfing og vel tekið á því. Vorum þrjú ég, Guðni og Sigrún.
Sigrún fylgdi Guðna eftir lengi vel en fékk síðan nóg af honum og leyfði honum að fara á undan.

Kveðja, Dagur

Nafnlaus sagði...

Þessi 300m æfing var svo tekin 15. maí í hádeginu. Mættir Anna Dís, Dagur og Guðni. Alls voru teknir 12 sprettir og voru tímarnir sitt hvoru megin við mínútuna.