föstudagur, júlí 20, 2007

Undirbúningur fyrir Reykjavíkur Maraþon

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er hafin á mywork eins og vafalaust allir hafa tekið eftir. Þegar hafa yfir 20 skráð sig (sjá hverjir) og von er á mörgum fleirum.
Flestir sem ætla að taka þátt hafa byrjað undirbúning eða eru við það að byrja enda ekki seinna vænna. Skokkklúbburinn er með óformlegar æfingar í hverju hádegi á virkum dögum frá Hótel Loftleiðum klukkan 12:08.
Æfingarnar eru við allra hæfi og geta allir verið með óháð getu - allir velkomnir. Einnig bendum við á aðra skokkhópa sem starfræktir eru víða um land.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Hádegisæfing frá Loftleiðum 4. júlí

Í dag var fjölmenni á æfingu enda þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna og frábært veður.

Mættir voru : Sigrún, Jón Mímir, Hjörvar, Oddný, Sveinbjörn og Dagur

Fórum niður að Tjörn og tókum þrjá hálffullan Jónas (Hallgrímsson). Á leiðinni tilbaka var óbærilega heitt.

Reykjavíkurmaraþon handan við hornið og gott að byrja á undirbúningi ef ekki þegar hafinn.

Pæling úr sturtunni eftir hlaup : Ætli stórir menn séu lengur að þurrka sér en þeir sem eru smávaxnir.