Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er hafin á mywork eins og vafalaust allir hafa tekið eftir. Þegar hafa yfir 20 skráð sig (sjá hverjir) og von er á mörgum fleirum.
Flestir sem ætla að taka þátt hafa byrjað undirbúning eða eru við það að byrja enda ekki seinna vænna. Skokkklúbburinn er með óformlegar æfingar í hverju hádegi á virkum dögum frá Hótel Loftleiðum klukkan 12:08.
Æfingarnar eru við allra hæfi og geta allir verið með óháð getu - allir velkomnir. Einnig bendum við á aðra skokkhópa sem starfræktir eru víða um land.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli