miðvikudagur, júlí 04, 2007

Hádegisæfing frá Loftleiðum 4. júlí

Í dag var fjölmenni á æfingu enda þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna og frábært veður.

Mættir voru : Sigrún, Jón Mímir, Hjörvar, Oddný, Sveinbjörn og Dagur

Fórum niður að Tjörn og tókum þrjá hálffullan Jónas (Hallgrímsson). Á leiðinni tilbaka var óbærilega heitt.

Reykjavíkurmaraþon handan við hornið og gott að byrja á undirbúningi ef ekki þegar hafinn.

Pæling úr sturtunni eftir hlaup : Ætli stórir menn séu lengur að þurrka sér en þeir sem eru smávaxnir.

Engin ummæli: