miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Hádegisæfing - 28. nóvember

Mættir í dag voru: Dagur (of seinn :)), Höskuldur, Anna Dís, Ingunn og Sigrún. Guðni fór í undirbúningsgöngu/skokk en hann hyggur á endurkomu 1. des. sem án efa verður glæsileg.
Hlupum frá HLL og út á Ægisíðu, strandleiðina. Snerum þar við og hlupum sömu leið tilbaka. Töldum það réttara vegna hálku og tókum einn km á auknum hraða og síðan jafnt skokk heim. Alls um 9 km. Anna Dís og Ingunn sneru fyrr við en hlupu um 7 km.

Sigrún

Engin ummæli: