föstudagur, nóvember 23, 2007

Hádegisæfing - föstudagur 23. nóv.

Fín föstudagsæfing í dag.
Mættir: Anna Dís, Mímir, Jens, Sigrún, Ingunn og Fjölnir. Jói var á kraftgöngu. Jens vildi taka hraðaaukningu í 25 mín. og fór alla leið í bæinn, Sæbraut, út í Héðinshús og svo tilbaka (eflaust 10 km) en Anna, Mímir og Sigrún tóku bæinn, Sæbraut, ráðhús og heim, með smá kafla sem Sigrún jók hraðann og beið svo eftir sínum félögum. Héldum síðan heim á þægilegum föstudagshraða þar sem við hittum Ingunni (4 hringir í Öskjuhlíð) og Fjölni sem greindi ekki frá sínu hlaupi, en talið er að það hafi spannað 6-7 km vegalengd. Sameinuðumst síðan öll með Jóa í teygjum, sem sagði að því fylgdu alltaf kvalir að komast í form. Veit ekki hvort um var að ræða hvali eða kvöl. Söknuðum fyrrverandi formanns og það var það eina sem var "freaky" á þessum fína föstudegi.

Sigrún

Engin ummæli: