fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Hádegisæfing- fimmtudagur 22. nóv.

Gæðaæfing tekin í dag í fosti og stillu undir faglegri stjórn þjálfarans.
Mættir voru Dagur, Oddgeir og Sigrún.
Hlupum greiðlega frá HLL út á Eiðistorg, ca. 4 km. Tókum síðan "litla hring" (1,8 km) á góðu tempói, Oddgeir og Dagur saman og Sigrún hinn hringinn á móti. Áttum að reyna að komast fyrst á upphafspunkt. Fínn sprettur! Hlupum svo heim á HLL og enduðum í 10 km alls.
Frábær æfing.

Hitti síðan Ingunni í búningsklefanum en hún fór 4 hringi í Öskjuhlíðinni og gerði magaæfingar.

Sigrún

Engin ummæli: