miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Hádegisæfing- miðvikudagur 21. nóv.

Fínt veður til æfinga í dag, sól og smá strekkingur á köflum.
Mættir: Sigurgeir, Fjölnir, Höskuldur, Oddgeir, Mímir, Sigrún og Sveinbjörn (heilsubótarskokk). Einnig sást til Jóa á sinni kraftgöngu.
Sigurgeir og Fjölnir tóku öfugan flugvallarhring á ágætu tempói. Restin fór skógræktarhringinn á þægilegum félagshraða, þó ekki hægt. Endað í brekkunni í gegnum suður-Hlíðar uppeftir í átt að Perlu og inn í skóginn þar sem stígar voru þræddir aftur heim til HLL. Fín miðvikudagsæfing.
Sigrún

Engin ummæli: