Mætt voru: Dagur þjáfari, Jón Mímir, Rannveig, Sirrý, Böðvar (nýliði) og Anna Dís. Við komi á HL sást til Jóa Úlfars. á kraftgöngu.
Upphitun á rólegu tempói í gegnum Öskjuhlíð niður í Nauthólsvík. Þar tók við Boot Camp þjálfun, 3-4 hringir af rösku hlaupi upp og niður sjávarbörð meðfram sandinum. Í beinu framhaldi var skokkað yfir ströndina þvera með 10 armréttum við pottinn og síðan skokk að tröppum upp af ströndinni. Tröppur voru skokkaðar upp og niður meðan hópurinn náði saman og þá endað á byrjunarreit í 20 magaæfingum. Þá tók við rólegt niðurskokk til baka í gegnum Öskjuhlíð með einum ca. 500-600 m spretti.
Er mál manna að þetta hafa verið hin besta æfing.
Anna Dís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli