laugardagur, nóvember 17, 2007

Hádegisæfing - föstudaginn 16. nóv

Frekar fámennt í dag þrátt fyrir blíðskaparveður og ákjósanleg hlaupaskilyrði. Höskuldur Gæslumaður og Fjölnir hlupu Suðurgötuhringinn (7,5 km) á "föstudagstempói". Ingunn mætti aðeins seinna og tók á því í skóginum þar sem hún tók fjóra hringi á rúmlega "föstudagstempói". Góða helgi og sjáumst á mánudag.

Fjölnir

Engin ummæli: