Góð mæting : Jón Mímir, Rannveig (mætt aftur eftir langa fjarveru), Sirrý (nýliði), Fjölnir (glæsileg endurkoma), Ingunn og Dagur. Einnig sást til Ágústs á hlaupunum með eiginkonuna á hælunum.
Lagt var upp með léttri æfingu ca. 5km. Hlupum inn að skógrækt og upp brekkuna, köstuðum þar mæðinni og rúlluðum síðan tilbaka yfir göngubrúnna upp Suðurhlíðina upp brekkuna að Perlunni, þar safnaðist hópurinn saman og jogguðum síðan rólega gegnum skóginn að hótelinu, endaði í rúmlega 6km.
Ekki nóg með það heldur heimtaði Rannveig 100 magaæfingar og 50 armbeygjur eftir teygjur.
Sjáumst á morgun þá er stefnan að fara í Nauthólsvíkina.
2 ummæli:
Þetta er glæsilegt. Þrír "nýjir" hlauparar. Greinilegt að ný stjórn laðar að nýja meðlimi strax á fyrstu starfsvikunni ;o) Kv. Sigurgeir
Já, menn sáu góðmennsku og fegurð skína af ánægðum stjórnarmeðlimum (sbr. mynd)sem trúa á jákvæða styrkingu til afreka!
Kveðja,
Sigrún Birna
Skrifa ummæli