þriðjudagur, desember 11, 2007

Hádegisæfing - 11. desember.

Mættum einvala lið í dag:
Fjölnir, Sigurgeir, Guðni,'Oli, Dagur og Sigrún. Gott og milt veður til æfinga, snjólaust. Þar sem allir úr harðsnúna hópnum mættu var tekin rækileg gæðaæfing. Upphitun í Öskjuhlíð, svo 3svar blái hringur á hraða, með interval-starti. 2svar gegnum skóginn-sprettur og skokk tilbaka. Líka interval-start. Þá ASCA brekka á hraðaaukningu og rólega niður á stíg fyrir neðan skóg þar sem menn bættu aðeins í og kláruðu upp brekku og svo rólegt heim til HLL. Var góður rómur gerður að faglega útsettri æfingu, sem tók á flesta og þreytti þónokkra og hefði komið sér vel að hafa 3ja lungað á æfingunni eða a.m.k. risagervinýru með vasa.
Alls 7,3km afgreiddir í dag.

Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvur andsk... Þó maður sé byrjaður að hlaupa aftur er ljóst að það verður erfitt að komast í ASCA liðið þegar Reykvíkingar halda uppi svona æfingaprógrammi.

Með Suðurnesjakveðju,
Jens

Nafnlaus sagði...

ASCA hvað ... þessi hópur er að æfa sig fyrir olympíuleikana í Peking næsta sumar