miðvikudagur, desember 12, 2007

Hádegisæfing - 12. desember.

Hálka í dag en þokkalegt veður. Mættir: Dagur, Sigrún og Guðni.

Æfingin var fullkomið "recovery" hlaup eftir þriðjudaginn, enda sumir að stefna á Powerade á morgun. Fórum frá HLL í gegnum Hlíðar og framhjá Menntaskólanum, svona til að sýna ungmennum hvernig bæri að stunda holla hreyfingu og þaðan upp í Kringlu. Guðni og Sigrún héldu síðan austur fyrir Útvarpshús og hring þar en Dagur hafði átt óskilgreint erindi í musteri Mammons, sem þau fyrrnefndu vildu alls ekki láta bendla sig við. Dagur kom síðan á móti okkur með poka (þó ekki brúnan) og sameinuðumst við í léttu skokki niður í Fossvogsdal, framhjá LSH og beina leið eftir stíg strandlengjunnar, Nauthólsvík og heim. Alls 7,3 km.
Þetta var ein léttasta æfing sem verið hefur lengi, enda mættu bara þeir sem ekki létu bugast á þriðjudeginum.

Sigrún

Engin ummæli: