Mættir þann dag: Huld, Dagur, Guðni, Mímir, Höskuldur, Sigurgeir, Óli og Anna Dís
Lagt var af stað frá HL í átt að Hringbraut og stefnan tekin á Suðurgötu. Við horn Suðurgötu skiptist hópur í tvennt. Mímir og Anna Dís kláruðu rúma 7K. Við horn Hofsvallagötu skiptist hópur aftur í tvennt. Guðni og Sigurgeir kláruðu 9K. Þeir fótfráu hlaupara sem eftir voru fóru inn á Kaplaskjólsveg.
Mikill áhugi var í hópnum að Gamlárshlaupi.
Anna Dís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli