sunnudagur, desember 16, 2007

Powerade Vetrarhlaup - Úrslit Desember




Aðeins tveir kepptu undir merkjum Icelandair að þessu sinni:

50:08 Sigrún Birna Norðfjörð, önnur í aldursflokki
61:21 Helga Árnadóttir, fimmta í aldursflokki

Einnig tók þátt Höskuldur Ólafsson á 45:23 sem skilaði honum þriðja sæti í aldursflokki.

Hatröm barátta virðist í uppsiglingu hjá konum 40-44, Sigrún Birna leiðir keppnina með 27 stig en fast á hæla hennar fylgir Sigrún Barkardóttir, ÍR Skokk með 26 stig. Sigrún Birna var á undan Sigrúni Barkar í fyrstu tveimur hlaupunum, en nú sigraði Sigrún Barkar með aðeins 6 sek. mun. Huld var með fullt hús stiga í þessum flokki fyrir hlaupið en lét ekki sjá sig. Þrátt fyrir það er verðlaunasæti stutt undan. Verður spennandi að fylgjast með keppni þeirra í næstu hlaupum.

Leitt var að sjá ekki fleiri úr okkar hópi en þrátt fyrir slæma veðurspá og sérlega slæmt veður tímana á undan fór hlaupið fram í afbragsveðri.

Kveðja, Dagur

Engin ummæli: