Kæru skokkfélagar.
Á nýju ári hefjast æfingar á fimmtudögum hjá FI SKOKK undir stjórn Stefáns Más Ágústssonar. Lagt verður af stað frá sundlaug Hótel Loftleiða, á
fimmtudögum kl. 17.15. Búið er að semja um vægt gjald fyrir nýtingu á aðstöðu í búningsklefa.
Við ætlum að taka forskot á sæluna og hittast
20. des. kl. 17.15 á æfingu. Á eftir verður boðið upp á sælustund í potti og hressingu. Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið og vilja hreyfa sig fyrir jól!
F.h. stjórnar,
Sigrún B. Norðfjörð
1 ummæli:
Það er gaman að segja frá því að ekki aðeins hefur Stefán þjálfað hópinn áður heldur er hann einnig fyrrverandi starfsmaður Icelandair.
Guðni I
Skrifa ummæli