fimmtudagur, desember 27, 2007

Hádegisæfing - 27. desember

Mættir voru Ólafur, Höskuldur og undirritaður. Fórum Hofsvallagötun á frísku tempói, 8,71km, 44:22mín, 5:06 avg. Kaldur blástur úr norðri beit í andlitið á útleiðinni en fengum síðan skjól eftir að við beygðum inná Hofsvallagötu, við Öskjuhlíðina fórum við síðan inní skóginn aftur í skjól.
Ræddum myndina um Jón Pál Sigmarsson frá kvöldinu áður og mismunandi aðferðir við að ná sem flestum kaloríum út úr jólamatnum.
Allir ætlum við að mæta í hádeginu á morgun.

Dagur

Engin ummæli: