Fríður og föngulegur hópur lagði af stað frá HL á slaginu 17.15. Hópurinn samanstóð af Stefáni Má, Guðna og undirritaðri. Veður aftraði ekki æfingu. Hitað var upp í skjóli Öskjuhlíðar. Síðan voru teknir sprettir í brekkunni okkar góðu sem við nýttum í ASCA hlaupinu, nema að nú var hringnum snúið við. Sprettur upp malbik og rólegt niðurskokk niður moldarveginn. Stefán fylgdi eftir hlaupastíl og ráðlagði okkur með breytingar til bóta. Sprettirnir voru 7 og síðan niðurskokk inn í kirkjugarð og upp að Perlu. Heildartími var 1 klst. og 10 mín. og vegalengd rétt rúmir 10 K.
Anna Dís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli