fimmtudagur, janúar 03, 2008

Hádegisæfing 3. jan.

Mætt í dag: Óli, Dagur og Sigrún.
Veður hundleiðinlegt en félagsskapurinn í sérflokki.
Hituðum upp í Öskjuhlíðinni en þar voru stígar gljúpir og skornir vegna vatnsveðurs. Sáum einnig fallið grenitré sem ráðist hafði á meðlimi hópsins í gær sem naumlega skutu sér undan. Hlupum síðan inn í kirkjugarð og Dagur reyndi að finna góðan stað fyrir brekkuspretti. Lét okkur taka einn "dummy" sprett en fann síðan betri stað (alveg óútreiknanlegur) og þar gerðum við 4 brekkur á hraða og skokk niður. Hlupum upp brekkuna að stórum grænum gámi merktum "lífrænn úrgangur" og töldum við þarna vera á ferðinni stórt safnduftker sem við vildum ekki enda í.
Þetta var fín æfing eftir jólaóhófið og í takt við markmiðasetningu hópsins um hámarksárangur. Skokkuðum síðan einn bláan hring og sáum í Ingunni Cargo og tókum auka hring til að ná henni.

Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sannkallaðir 'dauðasprettir'