miðvikudagur, janúar 16, 2008

Hádegisæfing - 16. janúar

Mættir: Sveinbjörn, Fjölnir, Dagur, Guðni, Björgvin, Sigurgeir, Anna Dís og Ingunn.

Þrátt fyrir að það sé miðvikudagur ákv. þjálfarinn að hafa gæðaæfingu. Farinn var öfugur Hofsvallargötu-hringur. Hópurinn minnkaði þegar leið á hlaupið. Sumir fóru að dælustöð, aðrir Suðurgötuna og restin fór Hofsvallagötuna. Dagur bætti að sjálfsögðu við 5 sprettum í hlaupið en var sá eini sem gat klárað 5 spretti, aðrir kláruðu næstum því 4! Færðin var erfið en það stoppaði ekki hópinn.

Minni á æfingu á morgun kl. 17:15

Sigurgeir

Engin ummæli: