fimmtudagur, janúar 17, 2008

Hádegisæfing - 17. janúar

Mættir í dag: Jói (fór sér), Oddný með stelpur úr hópadeild og Dagur og Sigrún.
Við Dagur fórum þægilegan hring (frá HLL og Kaplaskjólið) á rólegu tempói. Mikil ófæra var á köflum og var mál manna að ekki væri vel staðið að ruðningi á göngustígum borgarinnar.
Frábært veður og sólarglenna gladdi geðslagið sem og þeir 9,3 km sem afgeiddir voru.
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í sturtunni efir hlaup sást til Ólafs. Hann hafði mætt seint og farið stutt.