fimmtudagur, janúar 17, 2008

Kvöldæfing - 17. janúar

Mættir: Anna Dís, Guðni, Sigurgeir, Ása og Stefán þjálfari.
Byrjuðum með rólegri upphitun þar sem var skokkað í átt að kirkjugarðinum og niður brekkuna rétt áður en komið er að garðinum. Þá var farið til baka að Valsheimilinu. Við Valsheimilið voru teknir 2svar x 5 brekkusprettir upp hitaveitustokkinn í átt að Perlunni, ca. 130 m, og rólegt niður. Næst var rólegt niðurskokk að Nauthólsvík og til baka að HLL. Þurftum að hægja á Stefáni í niðurskokkinu þar sem hraðinn var frekar mikill eftir erfiða æfingu. Samtals endaði æfinginn í 9,6 km.

Stjórn IAC vonast til sjá fleiri á næstu fimmtudagsæfingu. Mælum með að fólk mæti og njóti handleiðslu Stefáns sem er mjög duglegur að fara yfir hlaupastílinn hjá okkur og hvernig má bæta hann.

Sigurgeir

Engin ummæli: